Af Elínu er það að segja...

Tuesday, October 17, 2006

Þriðjudagsleti

Hmm gengur ekki alveg nógu vel hjá mér að halda mig við þetta blogg. Ætlaði í upphafi að skrifa ca vikulega en nú eru liðnar 3 vikur frá síðasta bloggi. Ojæja, betra seint en aldrei.

Ég er aftur með frídag í dag. Er bara að dunda mér heima og slaka á. Þetta er bara stakur frídagur, nenni ekki að gera neitt of mikið, á morgun þarf ég að fara aftur í vinnuna. Það er annars ein ástæða fyrir bloggleysi mínu, hef haft voða lélega frídaga (6 frídaga fyrir hvert 3 vikna tímabil) og verið að gera of mikið þegar ég hef þá. Ég er komin með nýjan yfirmann núna og vona að henni takist betur að skipuleggja frídagana svo að þeir komi alltaf tveir og tveir.

Ég þarf senn að fara að vinna í jólakortagerð. Ég vil koma kortunum mínum út helst í enda nóvembers. Það eru mjög fáir sem vita nýja heimilisfangið mitt og ég var að hugsa um að nota kortin til að auglýsa það líka. Annars er allt í lagi að senda á gömlu addressuna, pósturinn á að framsenda það þangað til næsta sumars. Ég keypti svoleiðis þjónustu af þeim.

Ég tók upp á þvi að fara aftur í danstíma. Ég er að læra flamenco aftur. Mér tókst þar að auki að plata Hebu með mér. Við förum alltaf á sunnudagseftirmiðdögum. Mér finnst alveg æðislega gaman að vera komin aftur í dans. Ég reiknaði það út að ég hef ekki verið í neinum danstíma í amk 15 ár. Skelfilegt hvað tíminn líður! Þar sem ég vinn vaktavinnu enda ég oft á því að fara í danstímann eftir að hafa unnið 8 tíma morgunvakt. Fyrstu skiptin þurfti ég þvílíkt að draga mig en núna hlakka ég til frá laugadegi að komast loksins í dansinn sama hversu þreytt ég er.

Jæja, ætti kanski að fara að vaska upp og laga til. Íbúðin er ekki í stór glæsilegu ástandi.

4 Comments:

  • At Wednesday, 18 October, 2006, Blogger Sandra said…

    Frábært að þú skulir vera farin að læra dans aftur:-)
    og þar að auki að þið Heba farið saman;-)
    Pant fá flott jólakort;-)
    Ég er líka að hugsa um að föndra mín jólakort.
    Spurning hvernig þau verða þessi jólin
    Kveðja
    Sandra

     
  • At Thursday, 16 November, 2006, Blogger Svana said…

    Til hamingju með bloggið:) nú verðum við að vera duglegar:P

     
  • At Wednesday, 29 November, 2006, Blogger Sandra said…

    Hæ, hæ Elín.
    Pakkarnir eru á leiðinni ;-)
    en ég varð að senda þá til Hebu því ég hef ekki nýja heimilsfangið þitt, týndi því í öllu blaðadótinu;-(
    Hafðu það gott og haltu endilega áfram að skrifa á bloggið..
    Kveðja
    Sandra

     
  • At Sunday, 10 December, 2006, Blogger Sandra said…

    Hæ Elín.
    Hvað er að frétta af ykkur.
    Komst jólapakkinn til ykkar?
    Hvernig gengur að undirbúa jólin?
    Ertu nokkuð hætt að blogga..
    Kveðja
    sandra

     

Post a Comment

<< Home