Af Elínu er það að segja...

Saturday, January 13, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Jæja, bara 3 vikur síðan ég skrifaði síðast, uþb. Þetta er semsagt met hjá mér miðað við fyrri skrif. Ég vildi skrifa dálítið um jólin.

Ég var að vinna kvöldvakt á aðfangadag. Sú vakt er frá 13.30-21.30. Ef það var ekki nógu slæmt þá var ég að vinna 7-15 á jóladag, semsagt enginn tími til að gera neitt nema að sofa þarna á milli. Jólamaturinn hjá mér var því miður ekki borinn á borð kl 18.00 á aðfangadegi.

Á aðfangadegi vöknuðum við Riku kl 7. Ég skellti mjólk og hrísgrjónum í eldfast mót skv leiðbeiningum á pakkanum og vonaði að úr yrði hrísgrjónagrautur (tilheyrir víst jólunum hérna) á meðan Riku kveikti á saunanu (jólasaunað er fastur liður). Við dúlluðum okkur svo í sauna og fengum okkur svo jólamorgunmat eftir það. Við vorum með hrísgrjónagrautinn, eitthvað brauð, hrísgrjónabökur sem heita Karjalanpirakka (kíkið á google myndir) sem eru alveg namm og svo smákökurnar sem ég bakaði þarna um daginn. Eftir jólamorgunmatinn opnuðum við svo pakka og höfðum það bara kósí þangað til að ég þurfti að fara í vinnuna.

Á jóladag elduðum við svo jólamat með Petri og Hebu. Finnar eru voða fastir á hvað maður á að borða á jólunum. Það er alltaf ofvaxin skinka (svona 10kg hlunkur), kartöflue-ðmauk, gulrótae-ðmauk og rótae-ðmauk. Þar sem hvorugt okkar Riku hefur áhuga á skinkunni vorum við með kjúklingarúllu í staðinn og svo þessi þarna maukin. Upp á íslenskan máta var ég svo með gular og grænar baunir auk rauðkáls. Heba kom svo með ljúffenga ostaköku í eftirrétt.

Ég fékk alveg ágætar gjafir. Skartgripi, bækur, disk með Pálma ofl ofl. Þakka öllum. Ég fékk líka einhvern slatta af jólakortum sem mér þykir alltaf vænt um að fá. Þó að ég sé léleg við að halda sambandi er alltaf gaman að láta svona smá í sér heyrast amk einu sinni á ári. Það er líka voða gaman þegar fólk sendir myndir af börnunum sínum, er svona aðeins hægt að fylgjast með.

Við erum ekki enn komin með snjó en það er undir frostmarki núna og hvítt úti. Hávaðaskrímslið er búið að vera á fullu. Held ég hafi ekki minnst á það áður en við búum rétt hjá skíðastökkbretti. Í hvert skipti sem hefur snjóað, verið fyrir neðan frostmark fer einhver maskína í gang til að setja snjó á brettið. Þetta er í gangi allan sólarhringinn og gefur frá sér leiðindarhljóð. Þetta er ekki hátt hljóð en svona maskínuvæl. Ég sef með höfuð undir kodda þær nætur, hjálpar smá en ekki nóg.

Hmm lítur út fyrir að Fido dverghaninn minn sé vaknaður. Þetta er örsmár fugl (sama tegund og zoth ef einhver man eftir honum) en hann er alveg á því að hann eigi mig. Fido hefur tekið upp á því núna að fljúga í fangið á mér. Hann hefur gert þetta tvisvar. Fido er af hænsnakyni og getur eiginlega ekkert flogið þannig að þetta er þónokkuð afrek af honum.

Það á að taka spítalann sem ég vinn á í gegn núna í vor. Það eru voða miklar vangaveltur um þetta í vinnunni. Þetta er voða lítill spítali, 3 deildir. Húsið var byggt 1936, það hafa verið gerðar einhverjar endurbætur en þetta á víst að vera vegameira. Við þurfum að yfirgefa svæðið á meðan. Spurningin er svo hvert við förum og hvert fara sjúklingarnir (flestir þeirra hafa verið þarna í ár eða meira, þurfa ekki endilega að vera á spítala, hafa bara ekki fengið pláss annarstaðar). Líklegast fara sjúklingarnir á svona legudeild á hjúkrunarheimilinu (spítalinn tilheyrir gríðastóru hjúkrunarheimili, 35 deildir eða það stæðsta á norðurlöndum). Starfsfólkið er svo annað stórt spurningarmerki, förum við hingað og þangað til að leysa af í sumarleyfum eða förum við í afleysingar (það eru nokkrar hjúkur og slatti af sjúkraliðum sem leysa af stutt veikindafrí og fara þá einn dag á eina deild og annan á þá næstu) og einhver hefur sagt að amk hjúkkurnar fari á annan spítala þar sem vantar víst 12 eða 13 hjúkrunarfræðinga.

Ef að það var ekki nóg þá er líka spurning um hvort að við (okkar deild verður tekin í gegn fyrst) förum úr húsi í 3 mánuði eða 9 mánuði. Það síðara myndi koma til ef að næsta deild flytur á okkar deild þegar okkar er tilbúin og svo koll af kolli. Það er þannig lagað praktískt en leiðinlegt fyrir okkur að vera bara einhverstaðar í 9 mánuði. Jæja, það kemur eitthvað út úr þessu, ég fæ amk að vinna. Samningurinn minn verður framlengdur, ég hef vinnu þar til 9 mars 2008.

Flamenco byrjar á morgun og mig hlakkar svo til (með þágufallssýki líka).
Ég dansaði fyrir ömmurnar í vinnuni og svo vinnufélagana um daginn. Það heppnaðist voða vel. Ömmurnar virtust hafa gaman af þessu (fæstar hafa góða athygli/einbeitningu). Þetta var passlega stutt, ekki nema 10 mínútur. Ég lagði voða mikið upp úr þessu, var í öllu svörtu og svo með rauða slæðu á pilsinu auk þess sem ég hafði sett það stæðsta og rauðasta blóm sem ég fann í hárið á mér.

3 Comments:

  • At Sunday, 14 January, 2007, Blogger Sandra said…

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla Elín mín:-)
    Þetta heilmiklar breytingar hjá þér í vinnunni.
    Vona að þetta reddist allt saman..
    Gott að heyra að pakkarnir komust loksins til ykkar:-)
    Hvernig kemst ég inn á slóðina að þessum Google myndum?
    Bestu kveðjur
    Sandra

     
  • At Sunday, 14 January, 2007, Blogger Sandra said…

    Hæ Elín.
    Ég er nú öll að nútímavæðast og er komin með MSN:-)
    ert þú með svoleiðis?
    ef svo er þá finnur þú mig undir nafninu: sandrahalldorsdottir@hotmail.com
    kveðja
    Sandra

     
  • At Tuesday, 30 January, 2007, Blogger Svana said…

    hæ elsku frænka :) ég er loksins búin að uppfæra bloggið mitt og ætla að reyna að vera dugleg :) Ég sendi þér pakka fyrir rúmri viku síðan og vildi forvitnast hvort hann væri kominn og hvernig þér fannst gjöfin? Tók smá tíma að útbúa og náðist ekki fyrir jól vegna mikilla anna, sorry:'( EN, betra seint en aldrei!!:D Þú fékkst líka mynd af börnunum mínum:P
    mig langar líka að vita þetta með google myndirnar? :) Kveðja, Svanborg

     

Post a Comment

<< Home