Af Elínu er það að segja...

Thursday, March 08, 2007

Ekki einfaldast hlutirnir

Þurfti að fara í gegn um þvílíka króka til að komast inn á bloggið. En komst samt :-)

Í dag var síðasti dagurinn á gömlu deildinni minni. Ég var í fríi en kíkti samt í kaffi. Það voru kökur þarna á boðstólunum. Ég ákvað að koma með eitthvað íslenskt. Ég bakaði (lesist horfði á Hebu baka fyrir mig) vatnsdeigsbollur. Þær féllu vel en voru ekki eins sérstakar og ég hafði vonast til. Þeim fannst þetta eitthvað kunnuglegt á bragðið.

Annars gerðust undur og stórmerki í vinnunni hjá mér, mér var boðinn fastur samningur. Ég þáði hann. Hugsaði málið í nokkra daga en ákvað svo að væri betra að hafa fastan samning heldur en svona smá samninga hér og þar. Þessu fylgja þau hlunnindi að ég verð ekki lengur í hvítum vinnufötum með ruslasmellum sem opnast allt og auðveldlega :-D

Hvítu fötin fara í pirrurnar á mér af því að það sést allt of vel í gegn um þetta ef maður er tildæmis í skræpóttum naríum. Jakkinn er það síður að ég er alltaf að festa faldinn í rúmunum og svo þegar ég hreyfi mig opnast allt. Ég er reyndar alltaf í bol undir en þykir samt ekkert gaman að vinnugallinn opnist án leyfis.

Ég ætlaði að bölva aðeins bílskúrnum mínum hérna. Maður er vanur svo fínum bílskúrum frá íslandi, fólk hefur jafnvel búið í þessu. Hérna aftur á móti er þetta bara skúr. Þetta er svona járnskúr, einn langur fyrir alla og það eina sem skilur á milli eru einhverjar járnsúlur (þeas er hægt að labba yfir í skúr nágrannans). Svo er þetta svo þröngt að maður verður helst að tæma bílinn af fólki og hlutum áður en maður smeygir bílnum inn. Til að komast sjálfur úr bílnum verður svo að skáskjóta sér. Ég skil ekki hvernig þybbið fólk getur notað þetta, ég er svona í minna laginu og á erfitt með að komast í og úr bíl.

Lítur aðeins út fyrir að veturinn sé að fara. Það er tveggja stiga hiti núna. Þetta var ákaflega stuttur vetur. Annars þá þýðist nafn mars, "maaliskuu" sem "jarðar"mánuður. Þá sér maður sko í jörð. Febrúar er helmikuu eða perlumánuður og janúar er tammikuu eða eikarmánuðurinn (frost eins hörð og eik er mér sagt). Finnsku mánaðarheitin eru mun skemmtilegri en þessi íslensku/indoevrósku.

Pilsasmíðarnar mínar gengu ekkert allt of vel. Faldurinn á pilsinu er 4m og þar sem ég ætlaði að hafa 1.5sinnum þá lengd rykkta neðan á faldinn (úff hvað heitir svona á íslensku) var ég búin að reikna að ég þyrfti 6 metra til að bæta við. Ég mældi hvað efnið var langt, og klippti niður 8 búta. Faldaði þetta allt og festi saman. Svo kom af því að festa síðustu endana saman. Ég fékk Riku til að hjálpa mér, rétti honum annan endan og labbaði af stað með hinn. Þetta var eitthvað ógurlega langt. Ég var víst með 12 metra. Efnið hafði legið tvöfalt þegar ég mældi það. Núna er ég að velta fyrir mér hversu mikið efni ég ætti að nota í rykkinguna þarna að neðan, hvort ég komist upp með að nota 2x eða 8 metra. Frekar leiðinlegt að henda efninu þegar ég er búin að hafa svona mikið fyrir að falda þetta allt. Ég á eftir að gera hina rykkinguna, fékk eiginlega alveg nóg eftir 12 metrana.

Við Riku erum að fara að skreppa á eftir í gigantti, sem lítur alveg ótrúlega mikið út eins og elko heh. Þetta er sama búðin. Gamla steríóið mitt er alveg að fríka og ég ætlaði að kaupa nýtt. Ég keypti hitt fyrir 6 árum, held að einu kröfurnar hafi verið að það væri sem ódýrast. 6 ár er víst nokk gott þessa dagana. Hef ekki mikið notað það, svona af og til hennt einhverjum disk í það.

Ég er annars farið að hlusta svolítið mikið á spænska tónlist. Þið getið séð myndband við nýjasta uppáhaldslagið mitt hérna: http://www.youtube.com/watch?v=shwZTBkTPuo

1 Comments:

Post a Comment

<< Home