Af Elínu er það að segja...

Tuesday, March 13, 2007

Lobba í sjónvarpinu

Af því að deildinni minni hefur verið lokað var hún notuð til að taka nokkrar senur fyrir einhvern sjónvarpsþátt. Ég og önnur stelpa sem vinnur með mér buðumst til að taka þátt, að leika hjúkkur. Þar sem deildin er frekar köld þá fór ég í lobbuna góðu sem Magga prjónaði yfir hjúkkufötin (ég tek hana ekki venjulega með í vinnuna, er allt of fín en ég var ekki að fara að gera neitt sem gæti skaðað hana). Þeim leist alveg ljómvel á lobbuna og þar sem ég átti að vera næturhjúkkan sögðu þeir mér að fara endilega í lobbuna.

Þetta tók tæpa tvo tíma, ég var að labba fram og aftur fyrir framan myndavélina og kíkja í herbergi (sjúklingurinn tínist víst) og hringja svo í lögguna til að tilkynna hvarfið.

Ég var aðeins að spjalla svona við sjónvarpsfólkið og það kom upp að ég flutti hingað eftir að hafa fundið Riku í gegn um netið. Þeim fannst það voða sniðugt og fengu nafn og síma ef ske kynni að þeir gerðu einhvern þátt um svoleiðis.

Alltaf gaman að vera íslenska selebið. Fólk verður mjög forvitið þegar það fréttir að ég er íslensk. Spyrja ávalt hversvegna ég kom hingað. Það er svolítið þreytandi að svara þessu aftur og aftur og aftur en ég skil alveg forvitnina. Ég myndi áraðinlega líka spyrja einhvern útlending.
Sagan er dálítið búin að styttast núna, oftast nægir bara að ég segi að hitti mann.

Það er kona sem er í flamencotíma (þurfti að koma smá flamenco líka haha ) á eftir okkur Hebu. Hún heyrði að við vorum að tala íslensku og spurði okkur hvort við værum íslenskar. Hún hefur víst einhverntíman fyrir tuttugu árum farið til íslands á íslenskunámskeið. Var einhver stuttur kúrs til að kynnast landi og menningu. Það er voða gaman alltaf þegar við hittum hana að spyrja á íslensku "hvað segiru gott" og segja "góðan daginn".

Ég tók tvær myndir á labbi í dag. Ein er af bílskúrum (áhersla á skúra) og hin er af bíl sem var stungið í samband. Ég þarf að fá Söndru til að segja mér hvernig sé best að byrta myndir á blogginu. Ég er með myndasíðu annars staðar en ég er ekki alveg viss hvort að það sé betra að nota hana eða hvort að það sé annar möguleiki.

1 Comments:

Post a Comment

<< Home