Af Elínu er það að segja...

Thursday, August 16, 2007

Sól sól skýn á mig...

Átti ekki alveg að líða svona langur tími á milli færsla. Ég hef verið svo voða mikið að hugsa um það sem ég ætla að skrifa hérna og hvernig ég skrifa það að ég bara hef ekki haft tíma til að skrifa það.

Ég er í sumarfríi núna, verð enn í fríi út þessa viku. Ég ætla að skella mér til Austurríkis á morgun til að hitta netvinkonu mína. Þetta verður bara stutt helgarferð.

Það er búið að vera frekar blautt sumar hérna. Hefur verið heitt núna í ágúst en samt ekkert voða. Passar vel fyrir mig því að ég er ekkert hrifin af því að vera úti í 25+ stiga hita (vil ekki brenna, er löt við að bera á mig áburð svo það er léttara að vera bara inni) auk þess sem sólin skýn beint á stofu og eldhúsgluggana hjá mér og það er iðurlega 28-30 stiga hiti inni og frekar erfitt að lofta út.

Ég er enn að dansa á fullu og áhuginn virðist ekkert fara minkandi, þvert á móti. Ég var svo heppin að fríið mitt byrjaði akkúrat þegar flamencovika Tampere var (þeir eru víst búnir að vera með svoleiðis í nærri 20 ár). Ég fór semsagt á tvær sýningar og einn kúrs sem þeir voru með. Var að dansa í 2 klst á dag frá mánudegi til föstudags. Núna er ég svo á einum stuttum kúrs þar sem ég læri að dansa með sjal. Voða gaman að þeyta þessu um.

Hræðilegt að skrifa íslensku núna. Man ekki hvar á að vera einfaldur eða tvöfaldur samhljóði og er svona aðeins að rugla p og b. Finnar nota nefnilega ekki b, þeir nota p og bera það fram nærri því eins og b. Sama saga með t og d og svo k og g, nota þá fyrrnefndu en bera fram eins og þá fyrrnefndu.

Tvær samstarfskonur mínar skruppu til íslands í sumar. Önnur í júní og hin í júlí. Ég er búin að sjá myndirnar frá þeirri sem fór í júní. Hún skrapp í ráðhúsið og heilsaði upp á fyrrum samstarfélaga minn þar. Ég var búin að segja henni að ég hafi verið þar og að ég hafi verið í upplýsingadeildinni, var ekki viss um hvort hún myndi fara þangað eða hvort hún myndi vaða á einhvern og spjalla.

Ég er búin að vera í 2 brúðkaupum í sumar. Heba giftist í júní. Hún er núna frú Heba :-D Svo giftist líka finnsk vinkona mín í enda júlí.

Jæja ég þarf að fara að mauka berin mín. Ég er með berjarunna hérna og berin eru fullþroskuð. Það sem ég hef alldrei verið hrifin af að borða ber brá ég á það ráð í fyrra að mauka þau í matvinnsluvél og sýja safan frá. Kemur alveg ljómandi safi út úr þessu (að mínu mati, þeim sem hafa smakkað finnst hann of súr) sem ég svo frysti og er að lepja svona þegar ég man.

2 Comments:

Post a Comment

<< Home