Af Elínu er það að segja...

Wednesday, September 20, 2006

Dugnaðurinn

Jæja þá er það færsla númer 2. Sjáum hvort ég nái að halda þessu áfram.

Ég er í fríi í dag. Ég er samt ekki búin að liggja í neinni leti (amk ekki mikið lol). Ég tók mig til og:
~ Henti rusli (í Finnlandi þarf maður að labba með ruslið sitt í fötu og henda réttu rusli í rétta fötu).
~ Ryksugaði niðri
~ Skúraði gólfið í herberginu hans Fido** (aka herbergið þar sem ég er með tölvuna mina ofl, er líka hægt að nota sem gestaherbergi *hint hint*)
~ Þvoði upp alla diskana (sumir voru fúllyktandi ooooooojjjj)
~ Gekk frá hinu og þessu drasli

Ég byrjaði annars daginn á verslunarleiðangri. Ég keypti:
~ 3 sokka (smá sokkasýki í gangi, á líkl. um 50 pör)
~ 2 naríur (enn stærri naríusýki í gangi, á yfir 100 pör) úr uppáhaldsbúðinni minni. Ég er sjúk í naríurnar frá þeim af því það eru alltaf fyndar myndir á þeim.
~ 2 svarthvítar peysur fyrir veturinn, eina frá veromoda og hina frá H&M
~ 1 prjónakjól
~ 1 par af vettlingum (í viðbót við þá 2 sem ég keypti í gær....)
~ 2 klúta/slæður
~ fullt af boxum til að geyma mat í, núna á ég loksins frystir og ætla að njóta þess :-D
~ box til að skipuleggja hárspennurnar mínar. Er alltaf í vandræðum með þetta.

Fido var fyndinn, þegar ég var búin að skúra gólfið þá hélt ég honum í búrinu í svolítinn tíma. Hann var ekkert allt of hress með þetta af því hann er vanur að fá að labba um allt herbergið. Svo þegar ég loksins hleypti honum út var hann fljótur að skoða sig um og sjá hvað þetta var sem ég hafði nú gert. Forvitinn gutti.

Ég nenni ekki í vinnuna á morgun :-/ Ég er að vinna í 4 daga áður en ég fæ frí og þá bara einn frídag eins og í dag. Vinna vinna vinna vinna.

Ég fæ nýja "ömmu" á morgun. Í Finnlandi tíðkast það að hafa eigin sjúkling á spítölum/sjúkrastofnunum. Það þýðir að maður á að sjá aðeins meira um mál þessarar manneskju. Sú sem var mín áður komst á elliheimilið á mánudaginn. Það var gott en sárt að sjá á eftir henni, hún hafði verið hjá okkur í allt sumar.

Nýja "amman" mín kemur frá öðrum spítala. Steypa hvernig dæmið gengur fyrir sig. Gamla fólkið þarf að bíða á einum spítala til að komast á annan og ég held jafnvel að við séum þriðji spítalinn í þeirri keðju. Þau fá ekki að komast á biðlista á hjúkrunarheimilið fyrr en þau eru hjá okkur þó að þau hafi lengi verið með það góða heilsu að geta verið á hjúkrunarheimilinu.

O jæja, þetta fyrir komulag er röfl fyrir annan dag :-D

**fyrir þá sem ekki muna er Fido dverghænsnið mitt :-)

Friday, September 15, 2006

Ný byrjun

Ég var að lesa yfir bloggið hennar Söndru og ákvað að herma og byrja með mitt eigið. Svo er bara að sjá til hvort að mér takist að halda þessu við.

Ég sit heima í dag, frídagur. Var á næturvöktum su-mið. Næturvaktir eru alveg ágætar en mér viriðst ganga afar illa að ná svefninum á rétt strik. Vakti þar til kl 5 í nótt og vaknaði ekki fyrr en 13.30 í dag. Er bara búin að vera að dúlla mér siðan. Reyndi að ná video af Fido (dverghænsninu mínu) í sandbaði en kuði er svo feiminn að um leið og hann sér mig þá felur hann sig.

Það er sól og blíða úti og ég sit inni. Ég er alveg búin að gefa upp á að verða brún, síðast þegar ég virkilega reyndi þá skemmdi ég bara húðina á mér. Þetta lítur alveg nógu fallega út svona í gegn um gluggann.