Af Elínu er það að segja...

Thursday, October 25, 2007

Hjúkkur í Finnlandi eru að segja upp störfum sínum. Þessar hópuppsagnir eru til að krefjast betri launa. Samkvæmt stéttarfélaginu sem stendur á bakvið þetta eiga allir að fá störf sín aftur eftir samninga.

Ég sagði ekki upp. Ég var að hugsa um það en ákvað svo að aðstæður mínar eru ekki nógu hagstæðar til geta orðið atvinnulaus í einhvern tíma ef að í hið versta fer. Annars er ég með voða stuttan uppsagnafrest, bara 2 vikur. Þeir sem hafa unnið í 5 ár og lengur eru með mánaðar uppsagnafrest. Ef að þetta hefði verið amk mánuður hefði ég kannski sagt upp, hefði þá haft smá tíma til að líta í kring um mig á önnur störf.

Annars verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu. Mikið af hjúkkum af háskólasjúkrahúsinu hérna hefur sagt upp störfum sínum. Allar af hjartadeild, nærri allar af bráðavaktinni.

Það var íkorni að njósna um mig áðan. Heyrði einhvern voða skruðning og sá brúnleitt skott fyrir utan gluggan. Veit ekki hvort þetta sé sá sami íkorni og hefur áður verið að hoppa á glugganum mínum. Skil ekki hvað hann þykist finna þarna.

Það er voðalega kuldalegt hérna núna. Hitinn hefur verið 5-7 stig en það er samt skítakallt. Laufin eru flest fallin af trjánum. Nóvember heitir á finnsku marraskuu og einhvern tíman var mér sagt að marras er eitthvað kallt dimmt og drungalegt. Væri miklu betra ef snjóaði, en venjulega snjóar ekki fyrr en í desember eða síðar.