Af Elínu er það að segja...

Thursday, December 21, 2006

Gleðileg jól

úfffff, hef ekki uppfært þetta í tvo mánuði núna, ég sem ætlaði að skrifa amk í hverri viku. Jæja það er bara að reyna aftur og reyna betur.

Ég er búin að vera voða dugleg og baka til jólana. Ákvað að koma með jólakökur í vinnuna á afmælinu mínu (á morgun). Ég er reyndar í fríi á morgun (sem betur fer) svo ég kem með góssið á laugardaginn. Ég er búin að baka 4 sortir og ætla að baka amk eina í viðbót. Heba hjálpaði mér líka með þetta :)

Ég verð semsagt þrítug á morgun, loksins. Þýðir það að ég sé ekki lengur krakki? Reyndar eftir að hafa farið í gegn um þvílíkan móral yfir að vera orðin gömul þegar ég var 10-12 ára þá hef ég sagt alveg skilið við allan bömmer yfir aldri. Roll on 40!

Við Heba erum enn að dansa flamenco, alveg voða gaman. Það var sýning hjá okkur í byrjun mánaðarins. Við stóðum okkur alveg frábærlega (þeas enginn sá mistökin okkar ha ha ha). Við dönsuðum tango við lag Estrella Morales ásamt fleiri úr hópnum. Það var voða gaman að geta sýnt heilan dans, sérstaklega þar sem við vorum bara að byrja að læra í haust.

Jólin hjá okkur Riku verða víst með smá óhefðbundnu sniði. Ég er að vinna kvöldvakt (1330-2130) á 24 og morgunvakt á 25 (6.45-14.45). Við ætlum bara að hafa kósí morgun á aðfangadag, borða hrísgrjónagraut ef okkur tekst að búa hann til og svo á 25 ætlum við að hafa jólamat en bjóða Petri og Hebu til okkar.

Það er voða lítill snjór hérna hjá okkur en samt nóg til að jörðin er hvít, sem betur fer. Við fengum hressilega snjó í enda okt/byrjun nóv en það náði allt að bráðna. Ég er að vona að við fáum meiri snjó því að það verður allt svo miklu fallegra þegar er búið að snjóa.

Voðalega er erfitt að skrifa íslensku í dag :-o

Talandi um íslensku þá búa víst núorðið 4 íslendingar í Tampere. Hinir 3 vinna allir í sama fyrirtækinu he he. Það er bara ég sem er að þrjóskast við að vinna ekki hjá Fyrirtækinu heldur að vinna með finnum.

Jæja óska öllum lesendum mínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Reyni að vera duglegri að skrifa í framtíðinni.