Af Elínu er það að segja...

Wednesday, February 21, 2007

Ég er alltaf á leiðinni að uppfæra þetta, alltaf að hugsa um allt sem ég ætla að skrifa, en svo gleymist bara að setjast niður og skrifa.

Það er búið að vera kallt hérna síðustu vikur, frostið hefur farið niður í -32 þegar var kaldast. Í morgun var það -24. Það er samt ekkert svo kalt, alveg satt :-)
Sko maður fer í 4 peysur (flíspeysuna frá mömmu og lobbuna sem Magga prjónaði)
tvennar buxur og sokkabuxur
tvenna til þrenna sokka
þrenna vettlinga
lætur á sig tvo trefla (eða hálsklút plús trefil)
og húfu
Og þá er allt í fína.


Það er frídagur hjá mér í dag, ég er bara að dúlla mér. Fer aftur í vinnuna á morgun og vinn 1 kvöldvakt, 2 morgunvaktir og 3 næturvaktir.

Ef einhverjum langar til að sjá mig þá set ég stundum upp video á youtube. Þeas http://www.youtube.com notendanafnið mitt er LittleToe. Leitið bara. Núna er ég ma með flamenco video uppi. Ég ætla ekki að hafa það lengi (ég dansa betur núna, vil ekki hafa lélegt dansvideo hangandi þarna inni lengi) þannig að forvitnir drífið ykkur í að kíkja.

Það er alltaf jafn gaman í dansinum. Við erum að læra meira sevillanes (eru 4 stuttir dansar, erum nýbúin að læra nr 3) og svo erum við byrjuð á rúmbu.

Ég keypti efni í flamenco pils í dag. Veit ekki hvort ég reyni að sauma það á eftir. Ég er með hugmynd í kollinum hvernig ég vil gera það en ekkert snið. Þetta er sem betur fer ódýrt efni (3.90€ metrinn, hélt maður fengi bara óbleykt léreft fyrir svona prís) þannig að ég þarf ekkert voðalega að stressa mig yfir mistökum.

Mér tókst víst ekki að fá neinn Þorramat. Ég var búin að vera að hrella vinnufélagana mína á því að ég kæmi með súrsaða hrútspunga að gefa þeim. Ég var með svið í haust. Það voru bara nokkrir sem þorðu að smakka. Ég var meira að segja búin að skera þetta af beinin af svo að þau þyrftu ekki að horfast í augu við rolluna. Voðalegir gikkir þessir finnar. Annars fannst mér það ekki svo slæmt, var meriia fyrir mig.